• Skilmálar

Veldu útleigustað og tegund og skoðaðu hagstætt verð

Við staðfestum leiguna eins fljótt og kostur er

Skilmálar

Skilmálar við að leigja sendibíl eru skýrir og einfaldir hjá okkur.

  • Leigutaki verður að vera 21 árs eða eldri. Árið gildir.
  • Leigutaka ber að fara vel með sendibíl sem hann er með á leigu og ber ábyrgð á skemmdum skv. skilmálum trygginga.
  • Við útleigu þarf að framvísa ökuskírteini en ekki þarf aukin ökuréttindi (meirapróf) til að aka þeim nema það sé sérstaklega tekið fram.
  • Greitt er fyrirfram með kreditkorti leigutaka skv. verðskrá. Ekki er heimilt að nota fyrirframgreidd kreditkort eða kreditkort á öðru nafni en leigutaka. Kreditkort verður að vera gilt í 2 mánuði frá skiladegi leigu.
  • Greitt er aukalega fyrir akstur umfram innifalinn akstur.
  • Ef sendibílnum er ekki skilað á umsömdum tíma greiðist gjald fyrir næstu fjórar klukkustundir.
  • Skila þarf sendibíl á sama útleigustað og hann er leigður frá.
  • Ekki eru endurgreiddar ónotaðar klukkustundir né ónotaðir umfram kílómetrar.

Fyrir nánari upplýsingar eru skilmálarnir okkar í heild sinni hér að neðan:

Skilmálar Íslenska               Skilmálar Enska

 

Vinsamlegast bíðið staðfestingar frá okkur hvort sendibíllinn sé laus áður en lagt er af stað að sækja hann. Við svörum eins fljótt og kostur er frá því að pöntun er gerð.

Bókaðu núna