•  

Veldu útleigustað og tegund og skoðaðu hagstætt verð

Við staðfestum leiguna eins fljótt og kostur er

Verðskrá sendibíla

Verðskrá sendibíla. Við útvegum ódýra sendibíla til leigu af ýmsum stærðum og gerðum sem hægt er að bóka með stuttum fyrirvara.

Leiguverð fer eftir stærð & tegund sendibíls og lengd leigutíma og hversu mikinn innifalinn akstur þú telur þig hafa þörf fyrir. Finndu rétta sendibílinn sem hentar þínum þörfum á forsíðunni og fáðu verðið í bókunarvélinni.

Bókaðu núna

Innifalið í leiguverði:

  • ELDSNEYTI - NÝTT!
  • Virðisaukaskattur 24,0%
  • 100 km akstur fyrir hvern leigudag en hægt er að semja um akstur umfram innifalinn akstur.
  • Ábyrgðar- og kaskótrygging (CDW) með sjálfsábyrgð kr. 600.000 en sjálfsábyrgð er hægt að lækka gegn vægu gjaldi.
  • Ef sendibílnum er ekki skilað á umsömdum tíma greiðist leiguverð fyrir næstu fjórar klukkustundir í samræmi við stærð sendibílsins.

 

Greitt er fyrirfram með kreditkorti og jafnframt þarf að framvísa ökuskírteini til að fá sendibílinn afhentan. 

Ekki er tekið við fyrirframgreiddum kreditkortum. Athugið að kreditkort verður að vera á nafni leigutaka en leigutaka er heimilt að tilnefna ökumann í sinn stað ef sá ökumaður framvísar gildu ökuskírteini við undirritun leigusamnings.

Athugið að skila verður sendibílnum á sama stað og hann er sóttur.