Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu. Vafrakökur eru notaðar til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni

Rafsendibílar til leigu

Leigðu, sæktu og skilaðu allan sólarhringinn
allan ársins hring.

100% rafbílar og rafmagnið innifalið.

Smelltu til að ná í appið og flandraðu um.

Sendibílaleiga til fyrirtækja

Sendibílaleiga – sveigjanleg lausn fyrir tímabundnar þarfir í rekstri

Þegar reksturinn kallar á sveigjanleika, eins og við árstíðabundna toppa eða tímabundin verkefni, getur leiga á sendibíl verið hagkvæm lausn. Sendibílar til leigu býður sendibíla til leigu fyrir fyrirtæki sem þurfa sendibíl allt frá einni klukkustund, sólarhring, nokkra daga, vikur eða mánuði til að mæta sveiflum í starfseminni eða ef sendibíll fyrirtækisins hefur bilað.

Dæmi um notkun:

  • Jólavertíðin – aukabíll til að sinna auknum fjölda sendinga yfir hátíðarnar
  • Sendibíll fyrirtækisins bilar óvænt – fljótleg lausn á meðan bíllinn er í viðgerð
  • Útkeyrsla á vörum 1–2 daga í viku – gæti hentað betur að leigja en að reka eigin sendibíl

Allir okkar sendibílar eru rafknúnir og rafmagnið er innifalið í leiguverðinu. Rafsendibíll losar engar gróðurhúsalofttegundir né skapar mengun við akstur.

Bókaðu sendibíl í Flandur appinu núna ef þig vantar hann í snatri allt frá einni klukustund allt upp í 30 daga. Viljir þú leigja bíl lengur en 30 daga viljum við benda þér á að hafa samband við langtímaleigu Brimborgar í langtimaleiga@langtimaleigaabil.is.

Verðdæmi má finna undir síðunni verðskrá

Bókaðu núna í appinu