Skilmálar
Almennir skilmálar
Skilmálar við að leigja sendibíl eru skýrir og einfaldir hjá okkur.
- Leigutaki verður að vera 21 árs eða eldri. Árið gildir.
- Leigutaka ber að fara vel með sendibíl sem hann er með á leigu og ber ábyrgð á skemmdum skv. skilmálum trygginga.
- Greitt er aukalega fyrir akstur umfram innifalinn akstur.
- kílómetragjald stjórnvalda eru innifalin í uppgefnum verðum í Flandur appinu.
- Ef sendibílnum er ekki skilað á umsömdum tíma greiðist mínútuverð sem tilgreint er í appinu hverju sinni.
- Skila þarf sendibíl á sama útleigustað og hann er leigður frá.
- Ekki eru endurgreiddar ónotaðar klukkustundir né ónotaðir umfram kílómetrar.
Fyrir nánari upplýsingar eru skilmálarnir okkar í heild sinni hér að neðan:
Breytingar á bókun
Þú getur auðveldlega gert breytingar á bókuninni þinni í Flandur appinu.
Framlenging á leigu
Hægt er að gera breytingar á bókun í Flandur appinu, sé ekki mögulegt að framlengja leigu þá er ökutæki bókað strax í kjölfarið og ekki mögulegt að framlengja. Greiðslur fara fram í gegnum Flandur appið og verð eru aðgengileg þar.
Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að virða skilatíma á samning. Framlengingar eftir afhendingu þarf alltaf að fá samþykki fyrir í gegnum Flandur appið. Sé ökutæki skilað of seint rukkast mínútuverð skv. verðskrá sem kemur fram við stofnun leigu.
Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar
Þú getur auðveldlega afbókað sendibílinn með því að hafa samband við okkur.
Leigan fæst að fullu endurgreidd ef hún er afbókuð með meira en 24 klst fyrirvara frá ásettum afhendingartíma. Leiga fæst ekki endurgreidd ef hún er afbókuð með minna en 24 klst fyrirvara.
Skil utan opnunartíma
Þú getur leigt sendibíl, sótt og skilað allan sólahringinn, alla daga, allan ársins hring í Flandur appinu.